Skilmálar
Eftirfarandi skilmálar eiga við um á lén okkar www.evita.is
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar á kaupdegi. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru er gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin sem gildir í tvö ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd og kostnaður vegna endursendingar fellur á kaupanda og verður dreginn frá endurgreiðslu.
Gölluð vara:
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn eða endurgreiðsla og greiðum við allan sendingarkostnað sem til fellur.
Trúnaður:
Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.
Verð í vefverslun er með 24% vsk.
Greiðslur:
Hægt er að velja um að greiða með millifærslum eða greiðslukorti í gegnum greiðslugátt Teya.
Afhending vöru:
Allar pantanir eru afgreiddar 1-3 daga eftir pöntun.
Rekstraraðili:
Evíta gjafavörur ehf kt: 630615-1780
Við áskiljum okkur rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna, rangrar vörustöðu eða rangra verðupplýsinga.